Hér er laust textabox

Velkomin á heimasíðu Hagl
Litlu húsin með stóru möguleikana
Húsin okkar – Einföld, endingargóð og tilbúin til notkunar
23 fermetrar eða minna – en möguleikarnir eru óteljandi
Við bjóðum smáhús sem hafa sannað sig á mörkuðum víða í Evrópu. Þessi hús eru létt í flutningi, einföld í uppsetningu og henta vel fyrir íslenskt veðurfar. Þau eru einangruð, loftþétt og hönnuð með hagnýta notkun í huga.
Húsin nýtast m.a. sem:
-
Gestahús
-
Heimaskrifstofa
-
Hobbýrými eða verkstæði
-
Sumarhús eða svefnskýli
-
Lítil geymsluhús
Við hjálpum þér að velja lausn sem hentar þínum þörfum
​
Hagl býður vandaðar og hagkvæmar smáhúsalausnir sem henta íslenskum aðstæðum. Við sérhæfum okkur í húsum sem eru 23 fermetrar eða minni – fullkomin fyrir gestahús, vinnuaðstöðu, sumarhús eða einfaldlega aukapláss við heimilið.
Þar sem húsin eru sett saman úr einingum er möguleiki á því að stækka húsin með því að festa t.d. tvö eða fleiri hús saman.
Húsin eru smíðuð úr endingargóðum og einangruðum yleiningum sem tryggja gott skjól, mikla einangrun, lágan rekstrarkostnað og fljótlega uppsetningu.
Hjá Hagl færð þú húsin uppsett og tilbúin til notkunar. Þú undirbýrð undirstöðurnar og við komum með húsið.

Af hverju Hagl?
-
Hagkvæm lausn – Smáhús með mikið notagildi á góðu verði
-
Skjót afgreiðsla – Húsin eru einföld í flutningi og fljótleg í uppsetningu
-
Fjölbreytt notkun – Tilvalin fyrir einstaklinga, sumarhúsabyggðir eða fyrirtæki.
-
Einangruð og endingargóð – yleiningar veita góða einangrun og langan líftíma
-
Persónuleg þjónusta – Við leiðbeinum þér í gegnum allt ferlið, frá hugmynd til verkloka
Sendu okkur endilega línu á Oddsteinn@hagl.is eða kíktu á síðuna okkar á Facebook